Fréttabréf Miðflokksins 12. apríl, 2019


AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS SUÐVESTURKJÖRDÆMIS

Á morgun, laugardaginn 13. apríl verður aðalfundur Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis haldinn í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 11:00

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. 

Gengið inn á fyrstu hæð, hjá kaffihúsinu Pure Deli.OPINN FUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Á morgun, laugardaginn 13. apríl, kl. 11:00 verður opinn fundur hjá Miðflokksfélagi Reykjavíkur, þar sem þingmennirnir Þorsteinn Sæmundsson og Ólafur Ísleifsson fara yfir landsmálin.  Fundurinn verður í húsakynnum flokksins að Hafnarstræti 20.

Heitt á könnunni.  Allir velkomnir!
AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS NORÐAUSTURKJÖRDÆMIS

Aðalfundur kjördæmafélags Miðflokksins í norðausturkjördæmi verður haldinn í Fjalladýrð, Möðrudal, laugardaginn 27. apríl kl. 11:00.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Skýrsla stjórnar

Kosning stjórnar

Kaffi og meðlæti verður í boði á meðan á fundi stendur.
RÁÐSTEFNA UM MÁLEFNI ELDRI BORGARA

Málefnanefnd Miðflokksins stendur fyrir ráðstefnu um málefni eldri borgara á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir), þriðjudaginn 23. apríl kl. 16:00 – 18:00.

Meðal frummælenda verða:

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara

Ólafur Ísleifsson, alþingismaður

Nánari dagskrá verður kynnt í næstu viku.

Allir velkomnir!VORÞING NORÐURLANDARÁÐS

Dagana 8. – 10. apríl sat Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður, Vorþing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.  Anna Kolbrún situr í flokkahópi miðjumanna sem er fjölmennasti flokkahópurinn innan Norðurlandaráðs.  Auk þess á Anna Kolbrún sæti í þekkingar- og menningarnefnd innan ráðsins og í stjórnsýsluhindranahópi ráðsins.

Anna Kolbrún Árnadóttir í ræðustól á Vorþingi NorðurlandaráðsFRÉTTIR AF ÞINGINU:

Í vikunni tóku þrír varaþingmenn sæti á þinginu.   Jón Þór Þorvaldsson, Una María Óskarsdóttir og Þorgrímur Sigmundsson.


Mánudagurinn 8. apríl

Á mánudaginn byrjaði þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Birgir Þórarinsson og Ólafur Ísleifsson tóku þar til máls.

Birgir Þórarinsson spurði dómsmálaráðherra um reglur um skipan skiptastjóra:

Ólafur Ísleifsson spurði utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann:Á mánudaginn byrjaði umræða á Alþingi um þriðja orkupakkann. Fyrri umræða þingsályktunartillögu utanríkisráðherra var á dagskrá þingsins. Þingmenn Miðflokksins tóku þátt í umræðunum.

Hér má sjá ræðu Ólafs Ísleifssonar:

Hér er umræðan í heild sinni frá mánudeginum:Þriðjudagurinn 9. apríl.

Þingfundur byrjaði á störfum þingsins, þar sem Þorgrímur Sigmundsson ræddi um samgöngur á Norðurlandi:

Á þriðjudaginn hélt umræðan um þriðja orkupakkann áfram og byrjaði umræðan um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra.

Hér má sjá ræðu Karls Gauta Hjaltasonar:

Hér má sjá umræðuna í heild sinni:

Eftir umræðuna um þingsályktunartillöguna voru á dagskrá tvö lagafrumvörp og þingsályktunartillaga frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hér má sjá umræðurnar:Miðvikudagurinn 10. apríl.

Störf þingsins voru fyrst á dagskrá þar sem Jón Þór Þorvaldsson og Una María Óskarsdóttir tóku þátt.

Jón Þór Þorvaldsson ræddi þar um framtíð Reykjavíkurflugvallar:

Una María Óskarsdóttir ræddi þar um þrjú mál; aldursmörk hjá hinu opinbera á vinnumarkaðnum, ný skilnaðarlög í Danmörku og framræst votlendi:


Á miðvikudaginn var einnig 2. og 3. umræða um stjórn fiskveiða (strandveiðar) þar sem Karl Gauti Hjaltason, Sigurður Páll Jónsson og Ólafur Ísleifsson tóku til máls.

Karl Gauti Hjaltason:


Sigurður Páll Jónsson:


Ólafur Ísleifsson:Fimmtudagurinn 11. apríl.

Í gær byrjaði þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem Þorsteinn Sæmundsson spurði heilbrigðisráðherra um lyf við taugahrörnunarsjúkdómnum MND:


Munnleg skýrsla forsætisráðherra var um aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál. Birgir Þórarinsson, Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason og Una María Óskarsdóttir tóku þátt í umræðunum.

Birgir Þórarinsson:

Ólafur Ísleifsson:

Karl Gauti Hjaltason:

Una María Óskarsdóttir:GREINAR OG PISTLAR

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með pistil í Morgunblaðinu í vikunni.Categories: FréttabréfFréttir