Fréttabréf Miðflokksins 1. mars, 2019OPNUN SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS AÐ HAFNARSTRÆTI 20

Á morgun, laugardaginn 2. mars, verður formleg opnun skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20 (2. hæð) milli kl. 10:00 og 13:00.  

Léttar kaffiveitingar verða á boðstólnum og við vonum að sem flestir sjái sér fært um að kíkja við og skoða nýju skrifstofuna.

Allir velkomnir!


OPIÐ HÚS Á AKUREYRI

Við minnum einnig á opið hús hjá Miðflokksfélagi Akureyrar og nágrennis á morgun, laugardaginn 2. mars kl. 11:00-13:00 í Lionshúsinu á Skipagötu.  Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður mætir á fundinn og fer yfir stöðuna í pólitíkinni sem hefur verið frekar fjörug þessa dagana.  

Léttar kaffiveitingar verða í boði.  Allir velkomnir!


UNGIR X-M

Stofnfundur ungliðahreyfingar Miðflokksins; UNGIR X-M verður haldinn núna á sunnudaginn, 3. mars kl. 16:00 á skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20 (2. hæð).

Við hvetjum alla sem vilja taka þátt í þessu skemmtilega starfi til að mæta á fundinn.

Allir velkomnir !


ÞINGFLOKKUR MIÐFLOKKSINS TELUR NÚ 9 ÞINGMENN


Nú eru þingmenn Miðflokksins orðnir 9 talsins, eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu til liðs við flokkinn síðasta föstudag.  Fyrsti 9 manna þingflokksfundurinn var haldinn í vikunni.


Miðflokkurinn er nú orðinn þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi og stærsti flokkur stjórnarandstöðunnar með 9 þingmenn.


FRÉTTIR AF ÞINGINU

Í vikunni var stórt frumvarp á dagskrá þingsins en það var frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 2. umræða fór fram á þriðjudaginn og miðvikudaginn. Þingmenn Miðflokksins tóku þátt í umræðunni en enginn þingmanna á nefndarálitinu svaraði spurningum þingmanna Miðflokksins um nefndarálitið.

Fyrstu ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar má sjá hér.FRÉTTATILKYNNING FRÁ MIÐFLOKKNUM

Eftirfarandi fréttatilkynning var send frá þingflokki Miðflokksins um málið:

Á Þriðjudaginn tók Bergþór Ólason þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma, hann spurði þar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um innflutning á hráu kjöti.

Bergþór Ólason:Á þriðjudaginn var einnig sérstök umræða um stöðu ferðaþjónustunnar.

Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Sæmundsson tóku þar þátt fyrir hönd flokksins.

Þorsteinn Sæmundsson:

Ólafur Ísleifsson:Störf þingsins voru á dagskrá þingfundar í gær, fimmtudag og tóku þar Sigurður Páll Jónsson og Karl Gauti Hjaltason til máls.

Sigurður Páll Jónsson talaði þar um stöðu SÁÁ:

Karl Gauti Hjaltason talaði um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum:Á fimmtudaginn talaði Anna Kolbrún Árnadóttir fyrir þingsályktunartillögu Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns okkar í Norðausturkjördæmi, um kolefnismerkingu á kjötvöru.  Í kjölfarið fór þingsályktunartillagan til atvinnuvegarnefndar.

Anna Kolbrún Árnadóttir: