Fyrsti fundur flokksráðs Miðflokksins verður haldinn að Suðurlandsbraut 18 (jarðhæð) þann 10. febrúar n.k. frá kl. 11:00 til 17:00.

Flokksráð fer með æðsta vald í málefnum Miðflokksins á milli landsþinga. Fundur Flokksráðs er opinn öllum félagsmönnum en skv. ákvörðun stjórnar Miðflokksins eiga eftirfarandi fulltrúar kjördæmanna tillögu- og atkvæðisrétt á þessum fyrsta fundi flokksráðs:

 • Stjórn Miðflokksins.
 • Stjórnir kjördæmafélaga og formenn deilda sem stofnaðar hafa verið.
 • Þingmenn Miðflokksins.
 • Efstu fjórir frambjóðendur á listum flokksins til síðustu alþingiskosninga.
 • Átta aðilar tilnefndir af framkvæmdastjórn.
 • Þrír aðilar tilnefndir af stjórn hvers kjördæmafélags (samtals 15)

Á dagskrá fundarins er m.a.:

 • Ræða formanns Miðflokksins og almennar umræður.
 • Kynning á starfi þingflokks Miðflokksins.
 • Framlagning draga að skipulagi Miðflokksins og skipun laganefndar.
 • Samstarf kjördæmafélaga.
 • Formleg boðun fyrsta landsþings Miðflokksins.
 • Málefnastarf og skipun aðila í málefnanefnd til undirbúnings landsþings.
 • Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga 2018.

Óskað er eftir því að fulltrúar í flokksráði láti vita is hvort þeir muni sækja fundinn, með pósti á skraning@midflokkurinn.is og einnig að stjórn hvers kjördæmafélags skrái þrjá tilnefnda fulltrúa sína á sama póstfang.

Categories: Fréttir