Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, hefur tekið sæti á Alþingi þessa viku í forvöllum Birgis Þórarinssonar sem sækir fund Evrópuþingsins í Strassborg.

Elvar flutti jómfrúrræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnartíma til ráðherra 23. janúar, þar sem hann ræddi loftslagsmál og endurheimt votlendis við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Ræðuna má sjá hér að neðan og umræðuna alla má sjá hér á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/01/l23133922.sgml 

Fylgjast má með ræðum og öðrum þingferli Elvars á þingmannasíðu hans á vef Alþingis.