Ég fagna Miðflokknum.

Ég fagna lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á lánum ungs fólks.

Ég fagna betri húsnæðismarkaði.

Ég fagna aukinni áherslu á iðn- og tækninám á framhalds- og háskólastigi.

Ég fagna því að stuðningur við námsmenn verði lagaður að fyrirkomulagi á Norðurlöndunum.

Ég fagna því að fjármálakerfi landsins fari að þjónusta almenning en ekki öfugt.

Ég fagna því að hér komi erlendur banki og keppi við hina þegar Íslandsbanki verður seldur.

Ég fagna því að lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi vaxtastigi í landinu og fari að vinna fyrir sér í útlöndum.

Ég fagna því að tryggingagjald, sem kemur verst niður á minni fyrirtækjum, verði lækkað.

Ég fagna því að starfsöryggi sauðfjárbænda verði tryggt.

Ég fagna Miðflokknum.

Ég fagna betra heilbrigðiskerfi, sem virkar, og að fá loksins nýjan spítala, hannaðan fyrir nútíma þarfir.

Ég fagna því að geta notið fullkominnar læknisþjónustu nær heimabyggð, sem stórlækkar kostnað fólks.

Ég fagna því að draga úr óhóflegri samþjöppun læknisþjónustu á Landspítalanum.

Ég fagna sveigjanleika í starfslokaaldri.

Ég fagna því að lágmarkslífeyrir verði látinn fylgja lágmarkslaunum og tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á.

Ég fagna því að landið verði allt ljósleiðaravætt.

Ég fagna því að allt ísland fari að virka saman.

Ég fagna því að skattar verði ekki hækkaðir.

Ég fagna Miðflokknum.

Daníel er skógarbóndi og skipar 15. sæti á lista Miðflokksins í NV kjördæmi fyrir alþingiskosningar 2017

Categories: Kosningar2017