Miðflokkurinn lagði í dag fram breytingatillögu við fjárlög þar sem gert er ráð fyrir að 820 milljónum verði bætt við samgöngumál, og verði  fyrst og fremst varið til að í það brýna verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar, frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum Krýsuvíkurvegar. Framkvæmdir í vegamálum innan höfuðborgarsvæðisins hafa allt of lengi setið á hakanum. Hér er um mjög brýnt samfélagsverkefni að ræða á svæði þar sem umferðarþungi er mjög mikill og mörg alvarleg slys hafa orðið á þessum vegarkafla eða í tengslum við umferð á honum á undanförnum árum. Miðflokkurinn leggur til að settar verði rúmar 800 millj. kr. í þessa framkvæmd á árinu 2018 og framkvæmdin verði fjármögnuð með því að fella niður ívilnun á vörugjöldum fyrir bílaleigur. Breytingartilllaga Miðflokksins í þessu máli eykur því ekki halla ríkissjóðs.

Miðflokkurinn leggur einnig til að framlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni verði aukin um 480 milljónir, en fjárlagafrumvarpið tekur ekki á vanda heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Af þeim 8.555 millj. kr. sem meiri hlutinn hyggst setja aukalega inn í heilbrigðiskerfið er viðbót til stofnana á landsbyggðinni smávægileg. Með svo bjagaðri forgangsröðun er verið að brjóta á íbúum landsbyggðarinnar og það er óásættanlegt.

Þá leggur Miðflokkurinn til breytingatillögu þess efnis að atvinnutekjur ellilífeyrisþega skerði ekki lífeyrisgreiðslur. Ætla má að raunútgjöld ríkissjóðs vegna þessarar ráðstöfunar verði ekki há þar sem aukið svigrúm til atvinnuþátttöku þýðir aukinn tekjuskatt af launatekjum ellilífeyrisþega. Auk þess má leiða líkur að því að auknum kaupmætti þessa hóps fylgi aukin velta með tilheyrandi hækkun virðisaukaskatts. Þess utan má ætla að aukin atvinnuþátttaka aldraðra dragi úr félagslegri einangun og bæti lífskjör þeirra á allan hátt.

Auk þessa leggur Miðflokkurinn til að fjárframlög til löggæslu verði aukin um 370 miljónir og framlög til skógræktar og landgræðslu verði aukin um 200 milljónir.

Hér má lesa nefndarálit Miðflokksins um fjárlagafrumvarpið: http://www.althingi.is/altext/148/s/0095.html

Breytingatillögur: http://www.althingi.is/altext/148/s/0098.html