FLOKKSRÁÐSFUNDUR MIÐFLOKKSINS

Vetrarfundur flokksráðs Miðflokksins verður haldinn næstkomandi laugardag, 30. mars, í samkomuhúsinu Garðaholti í Garðabæ.

Flokksráðsmenn eru tilnefndir samkvæmt lögum flokksins og hafa tillögu og atkvæðisrétt.

Aðrir flokksmenn sem greiða fundargjöld mega sitja fundinn samkvæmt ákvörðun stjórnar.

Fundargjald er Kr. 3000.

Fundurinn verður opinn fjölmiðlum að hluta (ræða formanns).

Ræðu formanns verður einnig streymt beint á facebooksíðu Miðflokksins.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

12:00  Skráning og afhending fundargagna

13:00  Setning fundarins

13:05  Kosning starfsmanna fundarins

13:15  Ræða formanns

14:00  Stjórnmálaályktun kynnt

14:10  Stofnun Ungliðahreyfingar Miðflokksins; Ungir XM

14:30  Umræður

16:30  Fundarslit


Um kvöldið verður kvöldverðarhóf að hætti Miðflokksins í Garðaholti (á sama stað og fundurinn).   Vinsamlegast athugið að drykkir verða ekki seldir á staðnum og því þurfa kvöldverðargestir að koma með drykki með sér.

Matseðill:

Forréttur
Sjávarréttarsúpa bætt með koníaki, ( Rækjur, steinbítur, hörpudiskur) og rjómatoppur.

Kjötréttir
Hægeldað lambalæri með ferskum kryddjurtum.
Kalkúnabringur hægeldaðar og appelsínugljáðar.
Steikt nautalund (roast-beef) með kryddjurtum.

Meðlæti.

Léttsteikt rótargrænmeti, gratíneraðar og bakaðar sætar kartöflur, djúpsteiktir laukhringir, ferskt salat og ávextir (melónur, ananas, appelsínur, og vínber), sveppa- og bearnaise sósa.

Eftiréttur
Pana cotta tvenna, kókos og vanilla með karmellusósu og ávaxtasalati.

Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk í boði þingflokksins.

Gjald fyrir kvöldverðinn er kr. 6.000 per mann.

Fundargjald er kr. 3.000 per mann.  Kaffi og hressing innifalin.

SKRÁNING OG GREIÐSLA: 

Þeir sem eru ekki fulltrúar  á fundinum samkvæmt reglum flokksins, en hafa hug á að koma sem gestir,  vinsamlegast skráið ykkur á fundinn fyrir laugardaginn 30.mars með því að senda póst á midflokkurinn@midflokkurinn.is.

Greiða þarf fyrirfram fyrir kvöldverðinn með því að leggja inná eftirfarandi reikning:   

Reikningsnúmer:  0133-26-013115

Kt: 650609-1740

og senda kvittun á midflokkurinn@midflokkurinn.is.  Vinsamlegast athugið að ekki verður hægt að taka við greiðslu fyrir kvöldverðinn á staðnum og greiðsla þarf að berast fyrir föstudaginn 29.mars.

Við hlökkum til að sjá ykkur!AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Á morgun, þriðjudaginn, 26. mars kl. 17:30 verður aðalfundur Miðflokksfélags Reykjavíkur haldinn í húsakynnum flokksins að Hafnarstræti 20.  Fundarstjóri er Baldur Borgþórsson.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og kosning  stjórnar. 

Allir velkomnir.

Smelltu hér til að skoða viðburðinn á facebook.MIÐFLOKKSDEILD LANGANESBYGGÐAR OG NÁGRENNIS STOFNUÐ

Hópur Miðflokksmanna í Langanesbyggð kom saman laugardaginn, 23. mars s.l. og stofnuðu Miðflokksdeild sem hlaut nafnið “Miðflokksdeild Langanesbyggðar og nágrennis”.

Kosið var í stjórn deildarinnar og skipa stjórnina eftirfarandi:

Aðalbjörn Arnarsson, formaður

Kristín Kristjánsdóttir, ritari

Ævar Rafn Marínósson, meðstjórnandi

Varamenn:

Sigurður Jens Sverrisson

Bjarney Hermundardóttir

Nýkjörin stjórn Miðflokksdeildar Langanesbyggðar og nágrennis ásamt varamönnum.Categories: FréttabréfFréttir