Að alast upp úti á landi eru forréttindi, konan í næsta húsi hugsar allveg jafn vel um börnin þín og þú myndir gera. Á litlum stöðum er nágrannakærleikurinn meiri en myndast kannski í stærri byggðum. Það er draumur fyrir fjölskyldufólk að vera í slíkum aðstæðum þar sem að börnin geta að mestu verið úti og leikið sér án þess að foreldrarnir þurfi að hafa sífelldar áhyggjur

En er það nóg þegar að dregið er úr allri þjónustu?

Í minni heimabyggð, Fáskrúðsfirði, er íþróttahús og sundlaug en opnunartímar eru mjög takmarkaðir og sérstaklega yfir sumartímann. Við höfum líka pósthús, kjörbúð og vínbúð allt saman í sama húsnæði, og ekki er það mjög stórt. Hér er kaffihús , sjoppa og veitingarstaður.

Einnig er hér fiskvinnsla og það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélagið væri í dag ef að fiskvinnslan hefði farið, eins og hún gerði á svo mörgum öðrum stöðum í kringum landið

Það eru ekki mörg ár síðan að þjónustan var meiri hérna, til dæmis var hér Landsbanki, hárgreiðslustofa, ljósastofa, fatabúð, ýmsar krambúðir og staðir þar sem að menn gátu hist og létt lundina.

Hér var einnig fjörugt félagsslíf en með tímanum hefur það líka fjarað út.

Hér hefur ekki verið uppbygging í mörg ár, fyrir hrun átti að byggja hér þrjú íbúarhús en þegar að hrunið skall á fór verktakafyrirtækið á hausinn. Síðan hafa staðið hér óbyggðir grunnar í meira en tíu ár án þess að nokkur fari í það að klára verkið.

Kallar þetta ekki á aðgerðir strax? Áður en það verður of seint?

Bærinn minn sameinaðist stóru sveitarfélagi fyrir einhverjum árum og oft heyri ég að það hefðu verið mistök, að gamli hreppurinn hefði hugsað betur um bæinn. En mér verður þá hugsað til enn minna bæjarfélags sem er hér í grennd við mitt þar sem að reksturinn hefur ekki borgað sig í mörg ár, þrátt fyrir að skólastjórinn þar sjái um hreppsmálin.

Það leiðir mig að þeirri hugsun um hvað væri hægt að gera mikið ef að landið allt myndi vinna saman sem ein heild.
„Landið allt”

Það er sýn, nokkurskonar framkvæmdaáætlun sem að við þurfum núna, áður en það verður of seint.

Anna Þórhildur  skipar 5. sæti fyrir Miðflokkinn í NA-kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 201

Categories: Kosningar2017